fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Liverpool þarf að rífa fram rúma 2 milljarða í sumar – Svona borga þeir fyrir Jota

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. mars 2021 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool skuldar Wolves 40 milljónir punda vegna Diogo Jota, þessi öflugi sóknarmaður frá Portúgal mætir á sinn gamla heimavöll í kvöld. Leikur Wolves og Liverpool hefst klukkan 20:00 í kvöld.

Liverpool keypti Jota frá Úlfunum síðast haust en vegna COVID-19 og áhrifa veirunnar á fjárhag félaga fékk Liverpool að skipta greiðslunni ansi hressilega upp.

Liverpool borgaði 4 milljónir punda þegar Jota kom og svo borgaði félagið 1 milljón punda í desember. Kaupverðið er 45 milljónir punda og því á Liverpool eftir að borga um 40 milljónir punda.

Liverpool mun í sumar þurfa að borga 12 milljónir punda eða rúma 2 milljarða íslenskra króna. Greiðslurnar munu svo áfram berast frá Liverpool til Wolves næstu árin.

Jota byrjaði frábærlega hjá Liverpool síðasta haust en meiddist svo nokkuð alvarlega, hann er hins vegar að komast í gang og mun að öllum líkindum byrja í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“