fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Er föðurhlutverkið ástæða þess að hann reif sig í gang?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. mars 2021 13:17

Shaw og sonur hans á göngu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw bakvörður Manchester United hefur heldur betur spilað vel síðustu vikur og mánuði. Bakvörðurinn var í klípu og virtist ekki eiga neina framtíð hjá félaginu.

Ole Gunnar Solskjær hefur hins vegar tekist að ná því besta fram úr bakverðinum, Shaw var keyptur til United sumarið 2014. Hann var framan af ferli sínum mikið meiddur og þá var hann oft sagður í lélegu formi.

Á þessu tímabili hefur Shaw sprungið út og verið einn allra besti og mikilvægasti leikmaður United. Ole Gunnar Solskjær er með kenningu um af hverju Shaw hefur sprungið svona út.

Getty Images

„Hann æðir fram völlinn og hann treystir sjálfum sér. Hann var faðir og það breytir miklu fyrir marga,“ sagði Solskjær og telur að föðurhlutverkið hafi orðið til þess að Shaw tekur meiri ábyrgð í lífinu.

Solskjær hefur stýrt United í tæp tvö og hálft ár. „Luke hefur þroskast svo mikið á þessum tíma. Ég elska að sjá bætinguna hans.“

„Hann er 25 ára, hann er að verða að karlmanni. Hann er einn af reyndari strákunum í okkar liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Í gær

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins