fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Haaland efstur á lista United og þetta eru launin sem hann vill – Ómögulegt að fá Kane

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. mars 2021 12:25

Erling Braut Haaland. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur sett Erling Haaland efstan á lista yfir þá framherja sem félagið ætlar að skoða í sumar. United hefur mikinn áhuga á að kaupa norska framherjann í sumar.

Haaland hefur raðða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund í heilt ár en United reyndi að kaupa Haaland fyrir ári síðan en þá valdi hann Dortmund.

Haaland er tvítugur og samkvæmt Manchester Evening News eru John Murtough yfirmaður knattspyrnumála og Ole Gunnar Solskjær sammála um að leggja allt kapp á að fá Haaland í sumar.

Haaland hefur skorað 47 mörk í 48 leikjum fyrir Dortmund, vitað er að Manchester City hefur mikinn áhuga á að kaupa hann.

Í fréttinni kemur fram að Haaland muni í sumar reyna að fá 350 þúsund pund á viku en forráðamenn Dortmund vilja helst selja hann í sumar. Þeir eru meðvitaðir um að klásúlsan kemur upp í samningi hans 2022, þá mun Haaland kosta um 60 milljónir punda en í sumar gæti Dortmund fengið vel yfir 100 milljónir punda.

Í frétt Manchester Evening News kemur fram að United sé búið að kanna möguleikana á því að kaupa Harry Kane frá Tottenham en það virðist í dag vera útilokað. Kane er með samning til 2024 og Tottenham hefur engan áhuga á að selja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru