Aidy Boothroyd þjálfari U21 árs landsliðs Englands hefur valið sterkan hóp sem fer í úrslitakeppni Evrópumótsins síðar í þessum mánuði.
Mótið hefst í næstu viku en England er í riðli með Portúgal, Króatíu og Sviss. Ísland tekur þátt í mótinu sem er tvískipt að þessu sinni vegna COVID-19.
Mason Greenwood framherji Manchester United er í hópnum en hann er ekki í A-landsliðinu eins og í september þegar hann kom til Íslands.
Callum Hudson-Odoi hjá Chelsea, Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal og Tom Davies hjá Everton er einnig í hópnum.
Hópurinn er í heild hér að neðan.