fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Lögreglan fann heimagerðan kafbát sem átti að nota við fíkniefnasmygl

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 17:00

Kafbáturinn. Mynd:Foto: Policia National Interior

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan lagði nýlega hald á 9 metra langan kafbát sem var í smíði á Malaga. Telur lögreglan að nota hafi átt kafbátinn við fíkniefnasmygl en hann getur borið allt að tvö tonn af fíkniefnum.

Kafbáturinn er 3 metrar á breidd og er úr fíbergleri og krossviðarplötum. Þrjú kýraugu eru á annarri hlið hans. Tvær 200 hestafla vélar eru í honum. Rafael Perez, talsmaður lögreglunnar, sagði að báturinn hefði aldrei verið sjósettur. „Við teljum að hann geti borið um tvö tonn en þar sem hann hefur aldrei verið sjósettur getum við ekki sannað það,“ sagði hann.

Hann sagði lögregluna telja að nota hafi átt kafbátinn til að sigla langt út á haf þar sem hann myndi hitta á „móðurskip“ sem væri með fíkniefni um borð og taka við því og flytja í land. Aðallega kókaín.

Kafbáturinn líkist einna helst ísjaka og sagði talsmaður lögreglunnar að það þýði að hann færi nær allur á kaf, þó ekki efsti hlutinn. Þetta geri að verkum að aðeins lítill hluti hans stæði upp úr sjó og sæist frá öðrum skipum og bátum eða úr lofti.

Svipaðir kafbátar hafa að undanförnu uppgötvast í Atlantshafi, aðallega undan ströndum Suður-Ameríku og Mið-ameríku þaðan sem kókaín ef sent til annarra áfangastaða. Þeir kafbátar eru svipað uppbyggðir þannig að aðeins efsti hluti þeirra stendur upp úr og það er hægt að láta þá kafa alveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“