fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Arsenal hafði betur í Norður-Lundúna slagnum

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 18:24

Arsenal og Tottenham eru á meðal stofnliða Ofurdeildarinnar. Mynd:GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Arsenal en leikið var á heimavelli liðsins, Emirates Stadium.

Það var hins vegar Tottenham sem átti fyrsta höggið í leiknum. Erik Lamela kom Tottenham yfir með stórkostlegu marki á 33. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Moura.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 44. mínútu þegar að Norðmaðurinn Martin Ödegaard, jafnaði metin fyrir Arsenal með marki eftir stoðsendingu frá Kieran Tierney.

Arsenal fékk vítaspyrnu á 64. mínútu. Alexandre Lacazette tók spyrnuna og tryggði Arsenal 2-1 sigur.

Mikilvægur sigur fyrir Arsenal sem þarf að nálgast liðin sem berjast um Evrópusæti í deildinni. Arsenal er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 41 stig. Tottenham er í 7. sæti með 45 stig.

Arsenal 2 – 1 Tottenham 
0-1 Erik Lamela (’33)
1-1 Martin Ödegaard (’44)
2-1 Alexandre Lacazette (’64, víti)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Í gær

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“
433Sport
Í gær

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári
433Sport
Í gær

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“