fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Arsenal hafði betur í Norður-Lundúna slagnum

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 18:24

Arsenal og Tottenham eru á meðal stofnliða Ofurdeildarinnar. Mynd:GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Arsenal en leikið var á heimavelli liðsins, Emirates Stadium.

Það var hins vegar Tottenham sem átti fyrsta höggið í leiknum. Erik Lamela kom Tottenham yfir með stórkostlegu marki á 33. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Moura.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 44. mínútu þegar að Norðmaðurinn Martin Ödegaard, jafnaði metin fyrir Arsenal með marki eftir stoðsendingu frá Kieran Tierney.

Arsenal fékk vítaspyrnu á 64. mínútu. Alexandre Lacazette tók spyrnuna og tryggði Arsenal 2-1 sigur.

Mikilvægur sigur fyrir Arsenal sem þarf að nálgast liðin sem berjast um Evrópusæti í deildinni. Arsenal er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 41 stig. Tottenham er í 7. sæti með 45 stig.

Arsenal 2 – 1 Tottenham 
0-1 Erik Lamela (’33)
1-1 Martin Ödegaard (’44)
2-1 Alexandre Lacazette (’64, víti)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið