fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Aubameyang ekki í byrjunarliði Arsenal vegna „agavandamáls“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 15:56

Pierre-Emerick Aubameyang. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fer fram á Emirates Stadium og hefst klukkan 16.30.

Athygli vakti að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins er ekki í byrjunarliði Arsenal í leiknum.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins sagði í viðtali fyrir leik að það sé vegna „agavandamáls“ en vildi ekki fara í nánari útskýringar á vandamálinu.

Aubameyang er á meðal varamanna Arsenal og fróðlegt verður að sjá hvort hann komi við sögu í leiknum í dag og hvert framhaldið verður.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Cedric, Luiz, Gabriel, Tierney, Thomas, Smith-Rowe, Saka, Odegaard, Xhaka, Lacazette.

Byrjunarlið Tottenham Hotspur: Lloris, Doherty, Sanchez, Alderweireld, Reguilon, Ndombele, Hojbjerg, Bale, Lucas Moura, Son, Kane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld