fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Klopp dregur upp mynd af stöðu mála varðandi Van Dijk og Gomez – „Við vonumst til þess að þeir verði klárir“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 13:29

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að miðvarðapar liðsins, þeir Virgil Van Dijk og Joe Gomez, muni líklega missa af Evrópumóti landsliða sem fram fer í sumar.

Báðir leikmennirnir hafa verið lengi frá vegna meiðsla, Van Dijk meiddist á hné í október og Gomez meiddist í landsliðsverkefni með Englandi í nóvember.

„Gomez er ekki farinn að hlaupa, Van Dijk er farinn að hlaupa en þetta er erfið staða,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Evrópumótið fer fram dagana 11. júní til 11. júlí, mótið átti að fara fram síðasta sumar en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

Klopp segist ekki myndu standa fyrir því að leikmennirnir færu á mótið, málið snúist ekki um það.

„Það er ekki það að ég vilji ekki leyfa þeim að fara á mótið, þetta snýst allt um umfang þeirra meiðsla. Við vonumst til þess að þeir verði klárir á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil.“

„Þetta eru alvarleg meiðsli og nú er ekki tímapunkturinn til þess að ræða hvort þeir geti tekið þátt í einstaka keppnum,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Í gær

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“
433Sport
Í gær

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári
433Sport
Í gær

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“