fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ungmenni hrekkja íbúa Vesturbæjar: „Mjög alvarlegt vandamál“ – „Það þarf að bregðast við þessu af hörku“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjalómar í Vesturbænum virðast hafa verið iðnir við kolann að undanförnu þegar kemur að dyraötum. Hringbraut fjallaði um málið í dag en spjallað var um hrekkjalómana í Facebook-hópnum Vesturbærinn í gærkvöldi og í dag. 

„Um þessar mundir finnst mér óþarflega mikið um dyrabjölluat hjá mér að degi til. Eru einhverjir aðrir að lenda í því sama?“ spurði kona nokkur sem hóf umræðuna í hópnum. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð og kannast margir við lómana sem skemmta sér við að ýta á bjöllur og banka á hurðar í hverfinu.

Íbúar segjast hafa orðið fyrir barðinu á hrekkjalómunum en þeir virðast herja á íbúðir víðs vegar í hverfinu. „Greinilega aðal grínið,“ segir kona nokkur sem býr í nágrenni við Vesturbæjarskóla. „Gaman að heyra að dyrabjölluat sé komið aftur,“ segir svo önnur kona og aðrir gleðjast yfir því að börnin séu úti að leika sér.

Þó eru ekki allir sammála um ágæti hrekksins. Kona nokkur segist hafa lent nokkrum sinnum í krökkum sem stunduðu dyraat en hún var ekki sátt með það á þeim tíma. „Ég hef ekki orðið fyrir þessu lengi en þegar ég var að vinna á næturvöktum á spítala og vildi gjarnan sofa lengur en til hádegis þá voru stundum krakkaóféti að dingla dyrabjöllunni,“ segir konan. „Þegar ég bað þau kurteislega um að hætta því ég hafi verið nýsofnuð þá sögðu þau: Þú átt ekki að sofa á daginn, þú átt að sofa á nóttunni.“

Þá segir maður nokkur að hrekkurinn sé að verða alvarlegt vandamál í borginni. Athugasemd mannsins hefur uppskorið hlátur hjá meðlimum hópsins en ekki er víst hvort að um alvöru eða kaldhæðni sé að ræða. „Dyrabjölluat er að verða mjög alvarlegt vandamál í Reykjavík. Við svo verður ekki búið. Það þarf að bregðast við þessu af hörku,“ segir maðurinn. „Hver er ábyrgð skólanna í þessu? Hvar eru foreldrar þessara barna? Er enginn virðing borin fyrir neinu lengur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu