fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Kýldi mann fyrir utan 10/11 Austurstræti – Það hafði afleiðingar

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 15:00

10-11 Austurstræti Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur.

Líkamsárásin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 7. apríl 2019, fyrir utan verslun 10/11 að Austurstræti í Reykjavík.

Maðurinn réðst að öðrum manni með því að slá hann hnefahöggi í andlitið. Það varð til þess að brotaþoli féll í jörðina og hlaut nokkra skurði. Sá fyrsti var eins sentímetra stór á miðju enni. Annar var tveggja sentimetra stór aftan á höfði og sá þriðji var eins sentímetra stór ofan við vinstri augabrún. Skurðina þurfti að sauma með samtals átta sporum. Auk þess hlaut maðurinn hruflsár á kinn og bólgu yfir kinnbeini.

Hinn ákærði játaði brot sín skýlaust og var málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Hann óskaði eftir vægustu refsingu sem völ var á. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundin fangelsisdóm, til tveggja ára. Og þá mun hann þurfa að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í máls- og sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 5 dögum
Maðurinn er fundinn