fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Tveir ákærðir í Bauhaus-málinu – Sagðir hafa svikið út milljónir með aðstoð innanbúðarmanns

Heimir Hannesson
Mánudaginn 8. mars 2021 17:00

mynd/Pjetur samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir fjársvik og peningaþvætti og eru þar sagðir hafa svikið út vörur að andvirði rúmra tveggja milljóna úr byggingavörufyrirtækinu Bauhaus að Lambhagavegi í Reykjavík. Bauhaus gerir einkaréttarlega kröfu upp á tæpar ellefu milljónir í málinu, og má því leiða að því líkum að grunur sé uppi um fleiri tilfelli svika en þau sem ákært er fyrir.

Brot mannanna stóðu yfir í langan tíma ef marka má ákæruna sem DV hefur undir höndum. Eru þar tilgreind átta tilvik sem spanna tímabilið 11. nóvember 2017 til 9. febrúar 2019. Tilvikin eru sem hér segir:

11. nóvember 2017: 282.932 kr.
2. júní 2018: 292.556 kr.
1. september 2018: 310.538 kr.
13. október 2018: 433.728 kr.
8. desember 2018: 194.593 kr.
8. desember 2018: 311.976 kr.
9. febrúar 2018: 251.123 kr.
9. febrúar 2018: 186.172 kr.

DV sagði fyrst frá málinu í júlí árið 2019, stuttu eftir að málið komst upp og var kært til lögreglu. Hafði DV þá eftir Ásgeiri Bachmann, framkvæmdastjóra verslunarinnar að leitað hafi verið til lögreglu vegna gruns um að tilteknir menn hafi stundað þjófnað í versluninni en grunurinn leiddi síðar til handtöku þeirra manna sem nú eru ákærðir.

Í tilkynningu sem verslunin sendi Fréttablaðinu vegna umfjöllunar um málið sumarið 2019 sagði að athugun lögreglu hefði svo leitt til handtöku þeirra og nokkurra húsleita undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í síðari frétt DV um málið sagði að annar mannanna sem nú hefur verið ákærður væri verktaki í Vestmannaeyjum og að húsleit hafi farið fram í Vestmannaeyjabæ vegna málsins.

Mikil leynd virtist hvíla yfir rannsókn málsins hjá lögreglu og svaraði hvorki lögregla né ákærusvið lögreglu fyrirspurnum um framgang rannsóknarinnar þegar DV leitaði eftir þeim árið 2019.

Í ákærunni segir að annar mannanna hafi verið starfsmaður Bauhaus á þeim tíma er brotin voru framin. Er hann sagður hafa nýtt sér þekkingu á glufu í afgreiðslukerfi Bauhaus og aðstoðað samverkamann sinn meintan þannig við svikin. Þannig mun hann hafa útbúið tilhæfulaus tilboð sem vinurinn nýtti sér svo til að villa um fyrir afgreiðslufólki og telja því trú um að vörurnar væru greiddar.

Lögreglan gerir þá kröfu að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið er nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og var fyrirtaka í málinu í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“