fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Hrun Liverpool algjört – Hafa sett vafasamt met

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. mars 2021 12:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titilvörn Liverpool er sú slakasta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, ekkert lið í tæplega þrjátíu ára sögu deildarinnar hefur tekist jafn illa í að halda í við góðan árangur árið á undan.

Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Fulham en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool. Anfield hefur oftar en ekki reynst Liverpool vel. Völlurinn hefur verið algjört virki og erfitt fyrir andstæðinga Liverpool að ná sigri þar. Raunin hefur hins vegar verið önnur upp á síðkastið.

Tapið í dag gegn Fulham var sjötta tap Liverpool í röð á Anfield. Þetta er í fyrsta skipti síðan tímabilið 1953-54 sem Liverpool tapar sex leikjum í röð á heimavelli.

Eftir 28 leiki í fyrra var Liverpool með 79 stig, liðið hafði þá aðeins gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Liðið hafði unnið 26 af fyrstu 28 leikjum tímabilsins.

Liverpool er með 36 stigum minna á sama tíma í ár, Leicester sem vann deildina árið 2016 átti erfitt með að halda í sinn góða árangur. Liðið var þó aðeins með 27 stigum minna eftir 28 umferðir, tímabilið á eftir.

Samantekt um stigamun á milli ára má sjá hér að neðan,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt