fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Telja að kvika flæði inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 13:10

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er samdóma álit jarðvísindamanna að kvika flæði nú inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Almannavarna.

Við kvikuflæðið myndast spenna í sprungum austan og vestan við jarðskjálftasvæðið. „Þegar næg spenna hefur myndast, þá hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur. Eftir þær kemur slökun og tímabil minni skjálfta þar til spennan verður aftur of há og svipuð hrina kemur. Gera má ráð fyrir því að ef gangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur þá megi eiga von á slíkum áhlaupum og jarðskjálftahviðum nokkrum sinnum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Ekki er talið að skjálftahrina næturinnar sé skammtímafyrirboði eldgoss. Ef að gosi verður á næstunni er talið langlíklegast að gjósi á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Meðfylgjandi mynd af Fagradalsfjalli tók Snorri Þór Tryggvason. Sjá má 360 gráðu mynd af fjallinu hér. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“