fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Úlfurinn OR-93 komst í sögubækurnar nýlega

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfurinn OR-93, sem er karldýr, komst nýlega í sögubækurnar þegar hann fór í lengsta ferðalag sem vitað er að úlfur hafi lagt í í heila öld. Hann fór mörg hundruð kílómetra frá heimahögum sínum í Oregon í Bandaríkjunum til Sierra Nevada í Kaliforníu.

GPS-sendi var komið fyrir á úlfinum til að yfirvöld gætu fylgst með ferðum hans og högum. Með þessu sást að hann fór frá Oregon til Mono County í Sierra Nevada fjallgarðinum í Kaliforníu.

Umhverfisverndarinnar vonast til að OR-93 geti lagt sitt af mörkum til að úlfar nái fótfestu í Sierra Nevada. Nú er tæplega tugur gráúlfa í Kaliforníu en tegundinni var útrýmt í ríkinu á tuttugustu öldinni með aðgerðum yfirvalda sem miðuðu að því að vernda bústofna.

The Guardian hefur eftir Amaroq Weiss, úlfasérfræðingi hjá Center for Biological Diversity, að það sé mikið gleðiefni að OR-93 hafi haldið til Sierra Nevada því sérfræðingar hafi lengi sagt að þar sé kjörlendi fyrir úlfa.

En ekki eru allir sáttir við að úlfar dreifi úr sér og óttast að þeir muni leggjast á búfé og hugsanlega fólk. Á síðustu vikum hafa dráp á úlfum færst í aukana víða í Bandaríkjunum eftir að stjórn Donald Trump felldi úr gildi þá vernd sem gráúlfar nutu sem tegund í útrýmingarhættu.

Í Wisconsin ákváðu yfirvöld að veiða mætti 119 úlfa frá mánudegi til miðvikudags í síðustu viku en þegar upp var staðið höfðu 216 verið drepnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma