fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Ók um á druslu og bjó á stúdentagörðum með 18 milljónir á viku

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 10:32

Rodri á stúdentagörðum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rodrigo Hernandez miðjumaður Manchester City er ekki þessi staðalímynd sem fólk hefur um knattspyrnufólk, hann er lítið fyrir frægð og frama, ást hans liggur í fótboltanum. Hann hefur alltaf verið svona og góð laun hafa ekki breytt honum.

Rodri sem er frá Spáni kom til Manchester City fyrir einu og hálfu ári síðan en áður lék hann með Atletico Madrid og Villarreal.

Fjölskylda Rodri hefur lagt mikla áherslu á að hann mennti sig og þegar hann var hjá Villarreal gekk hann í skóla en spilaði einnig í bestu deild Spánar.

Á meðan hann lék með Villarreal bjó Rodri á stúdentagörðum í borginni, á sama tíma var Rodri með 18 milljónir í laun á viku.

„Fólk var í áfalli þegar það sá Rodri spila í efstu deild en hélt áfram að búa á stúdentagörðum,“ sagði Valentin Henarejo vinur Rodri sem bjó með honum á stúdentagörðunum.

Rodri eldar á stúdentagörðunum.

„Eftir fyrstu dagana í skólanum þá komst fólk að því að hann er bara venjulegur. Hann blandaði geði við alla, fólki fannst skrýtið að sjá svona stjörnu vaska upp diskana sína.“

Rodri hefur lítinn áhuga á dýrum bílum. „Þangað til nýlega þá ók hann bara um á gömlum Opel Corsa. Í raun algjör drusla,“ sagði vinur hans.

Rodri heldur áfram að ganga menntaveginn og er núna í meistaranámi í viðskiptafræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“