fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Spænski bikarinn: Barcelona komst áfram eftir að hafa verið sekúndum frá því að falla úr leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 22:33

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Sevilla mættust í seinni viðureign liðanna í spænska bikarnum í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-0 sigri Sevilla og því þurfti Barcelona að vinna upp forskot gestanna. Leikið var á Nou Camp, heimavelli Barcelona Það var Ousmane Dembélé sem kom Barcelona yfir í leiknum með marki á 12. mínútu.

Fernardo, leikmaður Sevilla var rekinn af velli á 92. mínútu og hlutirnir áttu eftir að versna fyrir gestina.

Barcelona þurfti annað mark til þess að halda sér á lífi í einvíginu. Markið kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Markið skoraði Gerard Pique með skalla eftir hornspyrnu á 94. mínútu. Samanlögð staða einvígisins því orðin 2-2 og grípa þurfti til framlengingar.

Þar reyndust Börsungar sterkari aðilinn. Martin Braithwaite, leikmaður Barcelona, skoraði þriðja mark leiksins á fimmtu mínútu framlengingarinnar.

Luuk De Jong, leikmaður Sevilla, var síðan rekinn af velli á 103. mínútu og Sevilla því tveimur mönnum færri.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 3-0 sigri Barcelona. Samanlögð niðurstaða einvígisins er því 3-2 sigur Barcelona sem fer áfram í næstum umferð spænska bikarsins.

Barcelona 3 – 0 Sevilla (Samanlagt 3-2 sigur Barcelona)
1-0 Ousmane Dembélé (’12)
2-0 Gerard Pique (’90+4)
3-0 Martin Braithwaite (’95)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“