fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 18:01

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði í samtali við Rás 2 í dag að eldgos við Keili sé nú möguleiki sem verði að kanna. Nýjar gervitunglamælingar frá því í dag sýni rúmmálsaukningu sem verði að taka tillit til þegar sérfræðingar meta hvert framhaldið geti orðið í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Taka þurfi möguleikann á gosi með í reikninginn.

Páll segir að staðsetningin sé reyndar mjög heppileg fyrir gos. Hann segir jafnframt að ef gos hæfist við Keili tæki það langan tíma fyrir hraun að renna frá þeim stað. Mikið hraun geti safnast þar fyrir áður en það byrjar að renna frá staðnum. Páll sagði ennfremur:

„Nýjasta vending í málinu er þetta að mælingarnar frá því í morgun virðast sýna að við verðum að taka þann möguleika með í reikninginn að það sé þarna kvika byrjuð að streyma upp í neðri hluta skorpunnar. Hún er ekki komin upp undir yfirborðið eða neitt þess háttar. Ef hún skyldi gera það þá er líklegasti gosstaðurinn einhvers staðar á bak við Keili, séð héðan frá höfuðborgarsvæðinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“