fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Guðbjörg ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 09:18

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir. Mynd: Atli Már Hafsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum.

Guðbjörg útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Að námi loknu hóf Guðbjörg störf á framleiðslusviði Össurar, fyrst sem ferilseigandi á CNC renniverkstæðinu þar til hún tók við öryggis- og umbótasviði framleiðslu og síðar starfaði hún sem framleiðslustjóri silikondeildar.

Guðbjörg Sæunn var ráðin forstöðumaður fráveitu Veitna árið 2019 en tekur nú við nýju sviði í breyttu skipulagi fyrirtækisins. Framtíðarsýn og rekstri er ætlað að stuðla að framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini Veitna með stöðugum umbótum auk þess að leiða vegferð fyrirtækisins í átt að frekari skilvirkni í fjárfestingum og rekstrarkostnaði.  Undir sviðið heyra svæðisfulltrúar, verkefnastjórar, fageftirlit, hönnun, vöruþjónusta, gagnagreining, stefnumótun og  umhverfis- og skipulagsmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”