fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Lengjubikarinn: Patrick Pedersen fékk rautt spjald – Markasúpa í Breiðholtinu

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í A-deildum Lengjubikars karla og kvenna í dag. Mörkin í dag voru mörg, sem og rauðu spjöldin.

Í Breiðholtinu fengu Leiknismenn Fjölni í heimsókn. Sævar Atli Magnússon kom Leikni yfir úr vítaspyrnu á 26. mínútu en Andri Freyr Jónasson jafnaði metin á 38. mínútu. Sævar Atli var síðan aftur á ferðinni þegar Leiknismenn fengu aðra vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks og skoraði hann annað mark sitt. Henrik Emil Hahne Berger tvöfaldaði síðan forystu Leiknismanna þegar korter var eftir af leiknum. Fjölnismenn gáfust hins vegar ekki upp og skoraði Andri Freyr annað mark sitt úr vítaspyrnu á 80. mínútu þegar Daði Bærings Halldórsson braut af sér og hlaut sitt annað gula spjald. Guðmundur Karl Guðmundsson og Hilmir Rafn Mikaelsson skoruðu svo sitthvort markið og tryggðu Fjölni 4-3 sigur.

Keflvíkingar fengu Selfyssinga til sín og unnu þá nokkuð þægilega. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en á 53. mínútu skoraði Ari Steinn Guðmundsson og bætti Joey Gibbs síðan við öðru marki Keflvíkinga stuttu seinna. Sterkur 2-0 sigur hjá Keflvíkingum sem undirbúa sig fyrir komandi átök í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Valsarar mættu Víkingi Ólafsvík á Origo-vellinum og unnu þá nokkuð léttilega. Mörk frá Kaj Leo í Bartalsstovu og Sigurði Agli Lárussyni í fyrri hálfleik þýddu að Valsarar leiddu 2-0 þegar gengið var til búningsklefa. Patrick Pedersen kom inn á sem varamaður á 66. mínútu og gulltryggði 3-0 sigur Valsara á 81. mínútu. Honum var síðan vikið af velli aðeins fimm mínútum seinna með beint rautt spjald.

Kvennamegin sigruðu Selfyssingar KR 3-1 austur fyrir fjall. Fyrsta markið kom á 49. mínútu þegar Katrín Ágústsdóttir skoraði fyrir Selfyssinga og bætti Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir síðan við öðru marki Selfyssinga á 67. mínútu. Katrín skoraði síðan sitt annað mark á 90 mínútu áður en Rebekka Sverrisdóttir klóraði í bakkann fyrir Vesturbæinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Í gær

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina