fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Enn einn skjálftinn ofan í kvöldmatinn – Höggið fannst víða um suðvesturhornið – Rúmlega 4 að stærð

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 19:07

Fagradalsfjall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn skelfur jörð og urðu íbúar á Suðvesturhorninu varir við stóran kipp rétt um klukkan 19:00 í kvöld. Skjálftinn virtist nokkuð snarpari en þeir síðustu í dag. Sá stærsti undanfarna daga var í gærmorgun, 5.3 að stærð.

Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar var skjálftinn 4.7 að stærð, sem er jafn stór og sá sem reið yfir á miðnætti í gærkvöldi.

Jarðvísindafólk sem rætt var við í fréttatímum Stöðvar 2 og RUV í kvöld virtust sammála um að ógjörningur væri að spá fyrir um framhaldið eða hversu lengi yfirstandandi hrina mun standa.

42 jarðskjálftar hafa orðið síðan á miðnætti á svæðinu yfir 3.0 að stærð, þar af voru sjö 4.0 að stærð og sá stærsti 4,7 að stærð.

Hættustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu og er fólk beðið um að fara varlega á svæðinu, forðast fjallshlíðar þar sem grjót getur hrunið niður.

Mestu átökin eru enn á milli Fagradalsfjalls, en á töflu yfir jarðskjálfta inni á vefsíðu Veðurstofunnar, vedur.is, virðist flestir skjálftar dagsins í dag vera nær fjallinu Keili en Fagradalsfjalli. Skjálftarnir eru því að færast nær höfuðborginni en Grindavík eins og verið hefur.

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp