fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 20:46

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann var fimmtán árum eldri en hún og það má ráða af framburði hennar, framburði vitna og svip hennar á sjálfsmyndum að helst hefði hún óskað þess að vera laus við hann. Hann langaði að kynnast henni og eftir nokkurt þref fékk hann að fylgja henni heim. Á leiðinni hafði hún samband við vinkonu sína og sagði henni að það væri maður að elta sig.

Atvikið átti sér stað að næturlagi í miðborg Reykjavíkur sumarið 2019. Maðurinn er 15 árum eldri en stúlkan og hún hafði þráfaldlega orð á aldursmun þeirra í samskiptum við hann. Hann tók sjálfsmynd af þeim en myndirnar bera það með sér að henni hafi ekki líkað sú uppákoma á meðan hann virtist harla glaður yfir henni.

Fólkið þekktist ekkert, maðurinn gaf sig á tal við stúlkuna, en hann er erlendur og þau ræddu saman á ensku. Á leiðinni segist stúlkan hafa beðið manninn um að hætta að elta sig. Í samræðum þeirra tók stúlkan ekki illa í að hitta manninn á kaffihúsi síðar og hún tók heldur ekki illa í að þau hefðu samskipti á Facebook. En þetta kvaðst hún hafa sagt fyrir kurteisissakir án þess að meina það.

Síðan lýsir stúlkan atvikinu sem varð til þess að þetta atvik varð að dómsmáli:

„Eftir um fimmtán eða tuttugu mínútnagang, þegar þau voru komin fyrir utan heimili hennar, eða þar nálægt, hefði ákærði tekið sér stöðu fyrir framan hana og ætlað að fá að faðma og kveðja hana. Hún hefði hins vegar beðið hann um að snerta sig ekki. Hann hefði sett handleggina í kringum hana, eins og hann ætlaði að kveðja og faðma hana. Þá hefði hann á sama tíma haft á orði að hann ætlaði ekki að snerta hana. Hann hefði því næst gripið fast utan um hana, haldið henni fastri og á sama tíma kysst hana tungukossi á munninn. Hún hefði sagt nei við þessu og reynt að ýta honum frá sér, svo stutt bil myndaðist á milli andlitanna.

Hann hefði hins vegar ekki látið sér segjast og gert hið sama aftur. Um hefði verið að ræða fastar og þvingaðar athafnir þar sem ákærði setti tunguna í tvígang upp í munninn á henni. Þá hefði tæplega verið unnt að kalla þetta koss þar sem hún hefði ekki kysst á móti. Þetta hefði í heild sinni varað í um eina til tvær mínútur, þ.e. frá því hann sagðist ætla að taka utan um hana og þar til hún var farin frá honum.

Þá kvaðst brotaþoli, aðspurð, telja það mögulegt að ákærði hefði einnig í þessum samskiptum, auk tungukossanna, kysst hana á kinnina án þess að hún vildi það. Til skýr-ingar vísaði hún til þess að slíkir óvelkomnir kossar hefðu verið að eiga sér stað á leiðinni. Hún hefði í framhaldi losnað frá ákærða og hraðað sér heim. Hann hefði kallað á eftir henni og beðið hana afsökunar. Hún hefði hálft í hvoru verið byrjuð að gráta og hann gert sér grein fyrir því að viðbrögð hennar voru ekki góð.“

Stúlkan var í miklu uppnámi eftir atvikið og kærði það til lögreglu. Maðurinn var síðan ákærður fyrir kynferðislega áreitni en dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Maðurinn sendi stúlkunni eftirfarandi skilaboð á Messenger eftir atvikið:

  1. a) Klukkan 00:01:

Don ́t forget about Caffe

b)

Klukkan 00:45:

Sorry I like you so much,

c)

Klukkan 00:4

6

sjálfsmynd af ákærða og brotaþola (e. Selfie),

  1. d) Klukkan 08:25:

{Nafn} how are you?,

e)

Klukkan 09:34:

Sorry for yesterday, ok?

 

Einnig voru á meðal gagna ljósmyndir sem maðurinn tók af sér og stúlkunni. Hins vegar urðu mistök við afritun gagna úr myndeftirlitsvélum svo ekki var hægt að nýta þau sem sönnunargögn fyrir rétti.

Maðurinn neitaði sök og sagði að hann og stúlkan hefðu kvaðst innilega skammt frá heimili hennar. Þau hefðu faðmast og hann kysst hana á kinnina í kveðjuskyni og sagt „nice to meet you.“ Stúlkan hefði hins vegar strunsað burtu frá honum án þess að kveðja og þótti honum það kuldalegt. Þess vegna hefði hann sent henni skilaboð og ljósmyndir, beðið hana afsökunar og auk þess minnt hana á að þau ætluðu að hittast síðar yfir kaffibolla. Hann hefði hins vegar orðið þess áskynja að hún væri búin að loka á hann á Facebook og því hefði hann ekki getað sent henni frekari skilaboð.

Það var niðurstaða dómsins að ekki væru nægilegar sannanir fyrir því að maðurinn hefði áreitt stúlkuna kynferðislega. Hann var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins um sakfellingu og refsingu. Þá var skaðabótakröfu stúlkunnar, upp á 2 milljónir króna, vísað frá. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði.

 

Sjá dóm Héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar