fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Hafa samband

DV - Frjáls og óháður miðill

Tarot Spil á DV

Smelltu hér til að sjá spádóm þinn í dag

Fimmtudagur 16.október 2025
  • Fréttir
  • Fókus
  • Matur
  • 433
  • Eyjan
  • Pressan
  • Kynning
  • Fasteignir
  • Kvikmyndir
DV
Loka leit x
    • Umræða
    • Skrýtið
    • Innlent
    • Erlent
  • Fréttir
    • Skrýtið
    • Innlent
    • Erlent
  • Fókus
    • Fólk
    • Tímavélin
    • Skjárinn
    • Menning
    • Tónlist
  • 433
    • Enski boltinn
    • Besta deildin
    • Landsliðið
    • Meistaradeildin
    • 433 TV
  • Stjörnufréttir
    • Fjölskyldan
    • Fræga fólkið
    • Heilsa
    • Heimilið
    • Lífið
    • Útlit
    • Kynlíf
  • Matur
    • Brögð í eldhúsinu
    • Fréttir og fróðleikur
    • Uppskriftir
    • Korter í kvöldmat
  • Eyjan
  • Lífsstíll
  • Pennar
  • Pressan
    • Fréttir
  • Fasteignir
  • Atvinna
  • Kvikmyndir
  • UPPLÝSINGAR
    • Rekstur og stjórn
    • Starfsfólk
    • Um DV
    • Yfirlýsing um persónuvernd
Fréttir

Móðir Bjarna var spilafíkill – „Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 20:33

Bjarni Jónsson. Mynd: lokum.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einn daginn, þegar að allt var komið í rugl, skutlaði hún mér í pössun heim til frænku minnar. Ég sagði: Sjáumst í kvöld, en hún svaraði mér ekki. Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi,“ segir Bjarni Jónsson, í átakanlegri frásögn á vefnum lokum.is. Samtök áhugafólks um spilafíkn standa að baki vefnum og átakinu „Lokum spilakössum“.

Bjarni er 38 ára gamall en hann var aðeins 13 ára þegar móðir hans féll fyrir eigin hendi. Spilafíkn móðurinnar hafði mikil áhrif á Bjarna og bróður hans en hún ánetjaðist spilakössum þegar Bjarni var 11 ára. Í greininni segir:

„„Mamma mín var einstæð móðir og vann sem píanókennari. Hún var yndisleg kona, ofboðslega listræn og viðkvæm. Ég á mjög bjartar minningar um hana. Henni þótti vænt um mig og yngri bróður minn en veitti okkur hins vegar ekki hefðbundið uppeldi því ég held að hún hafi einfaldlega ekki verið hæf til þess út af sínum vandamálum,“ segir Bjarni. Móðir hans glímdi við þunglyndi á yngri árum og var einnig beitt andlegu ofbeldi. Þegar að Bjarni var í kringum ellefu ára aldurinn byrjaði hún að spila í spilakössum.

„Við höfðum lítið á milli handanna fyrir en þegar hún byrjaði að spila fór ég hratt að finna fyrir áhrifum þess að peningar kæmu ekki inn á heimilið. Það var lítið um mat heima og við treystum á matargjafir frá ættingjum. Það kom fyrir að við urðum rafmagnslaus en ég og bróðir minn kóuðum rosalega mikið með henni og reyndum að fela fyrir öllum ættingjum hvað væri í raun í gangi,“ segir Bjarni.“

Hefur ekki enn lesið miðana frá móðurinni

Dauða móður Bjarna bar að með eins sorglegum hætti og hægt er að hugsa sér en skömmu áður en hún lést neitaði hann að heimsækja hana á sjúkrahús:

„„Einn daginn, þegar að allt var komið í rugl, skutlaði hún mér í pössun heim til frænku minnar. Ég sagði: Sjáumst í kvöld, en hún svaraði mér ekki. Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi,“ segir Bjarni. Þá nótt kom móðir hans ekki heim. Eftir þriggja daga leit fannst hún loks í bíl nálægt Hveragerði. Hún hafði reynt að svipta sig lífi með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Hún lifði sjálfsvígstilraunin af og var lögð inn á gjörgæsludeild.

„Ég var svo ógeðslega reiður að ég neitaði að fara upp á spítala að heimsækja hana. Tveimur vikum seinna lést hún úr lungnabólgu, eftirköstum sjálfsvígstilraunarinnar. Hún dó á föstudaginn langa og síðan þá hef ég hatað páskana. Ég sé enn mikið eftir því að hafa ekki farið upp á spítala til hennar. Ég var bara svo reiður. Hún skildi eftir poka með miðum til okkar sem ég hef ekki enn lesið.““

Eftir lát móðurinnar ættleiddi frænka Bjarna hann og bróður hans. Bjarni er henni ævinlega þakklátur fyrir það en höfnunartilfinningin eftir lát móðurinnar var nær óyfirstíganleg og Bjarni leitaði í vímuefni til að flýja raunveruleikann. Hann hefur hins vegar náð sér á strik aftur og öðlast meiri sátt í lífinu:

„„Ég fór í tilfinningalega kleinu. Ég datt í alls konar rugl fram að átján ára aldri og var versta útgáfan af sjálfum mér í mörg ár. Þegar ég var átján ára fór ég í meðferð og þá var meðferðarfulltrúi sem kom því af stað að ég vann úr mínum málum. Smátt og smátt hef ég unnið mig upp úr þessu og blessunarlega upplifi ég enga skömm. Ég var neikvæður í garð æskunnar minnar mjög lengi, þar til ég sleppti tökunum og náði að skilja kvillann sem hrjáði mömmu mína. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli. Ég skil ekki tilfinningar jafn vel og aðrir því ég eyddi svo miklum tíma í að loka á þær þegar ég átti að vera að þroskast sem einstaklingur. Ég er heppinn með vini og vandamenn og ættingjar mínir hafa geta gefið mér innsýn í hvernig fyrra líf móður minna var, sem hefur hjálpað mér að skilja aðstæðurnar hennar betur. Þegar ég varð eldri náði ég að skilja betur hvernig fíkn getur tekið öll völd,“ segir Bjarni og bætir við að hann finni ekki fyrir reiði í garð móður sinnar í dag.

„Ég er alls ekki reiður út í hana. Hún býr alltaf í mér. Ég upplifi sátt. Eins mikla sátt og ég get upplifað. Ég skil hana eftir því sem ég verð eldri, meira þegar ég kynnti mér hennar lífshlaup og hvernig spilafíkn virkar. Spilakassar kveikja á sömu heilastöðvum og hjá notendum kókaíns en þetta er skaðlegri neysla því henni fylgir ekki gerviverðlaun sem fíkniefnin veita. Spilafíklar fara því í enn meira niðurrif en fólk sem neytir fíkniefna. Skömm í kringum spilafíkn er svo mikil að fólk vill ekki tjá sig um þetta. Spilafíklar mæta ekki sama skilningi og aðrir fíklar að mörgu leiti. Spilafíklar upplifa sig eins og annars flokks manneskjur og fela fíknina meira en aðrir fíklar því þetta er svo mikið tabú.““

 

 

 


Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter
Share on LinkedIn
Linkedin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Rétt í þessu
Móðir Bjarna var spilafíkill – „Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi“

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma
Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði

Mest lesið

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Nýlegt

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Fréttir
Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Fréttir
Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Fókus
Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “

Fréttir
Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Fréttir
Í gær

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“
Fréttir
Í gær
Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Fréttir
Í gær
Þorskastríðshetjur minnast tímamóta en vara um leið við

Þorskastríðshetjur minnast tímamóta en vara um leið við

Fréttir
Í gær
Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Valtýr Stefánsson Thors hlaut Míuverðlaunin

Valtýr Stefánsson Thors hlaut Míuverðlaunin
Fréttir
Í gær
Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka
Fréttir
Í gær
Hnakkrifist á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Margur heldur mig sig“

Hnakkrifist á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Margur heldur mig sig“

Fréttir
Í gær
Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn

Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn

Fréttir
Í gær

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær
Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Fréttir
Í gær
Jarðskjálfti í austanverðu Ingólfsfjalli fannst í byggð

Jarðskjálfti í austanverðu Ingólfsfjalli fannst í byggð

DV - Frjáls og óháður miðill
Hlíðasmára 2
201 Kópavogur
  • Hafa samband
  • Fréttaskot
  • auglysingar@dv.is
  • ritstjorn@dv.is
  • Um DV
  • Yfirlýsing um persónuvernd
  • RSS
© 2023 Fjölmiðlatorgið ehf.
Allur réttur áskilinn. Notkun á efni síðunnar er óheimil án samþykkis.