fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Solskjær í góðu sambandi við Haaland – „Við sjáum hvað gerist“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United segist halda sambandi sínu við Erling Braut Haaland framherja Borussia Dortmund.

Dortmund hafði betur gegn United og fleiri liðum fyrir rúmu ári síðan þegar Haaland yfirgaf Red Bull Salzburg. Margir töldu að gott samband Solskjær og Haaland yrði til þess að framherjinn myndi velja Manchester United.

Haaland sem er tvítugur lék undir stjórn Solskjær hjá Molde og hafa þeir haldið sambandi síðan. „Þegar þú ert með krakka og leikmenn sem þjálfari, þá fylgist þú alltaf með þeim út ferilinn,“ sagði Solskjær.

Líkur eru á að Haaland fari frá Dortmund í sumar og það er talið næsta víst að hann fari ef Dortmund mistekst að komast inn í Meistaradeildina.

„Ég held sambandi við Erling, það er frábært að sjá hversu öflugur leikmaður hann hefur orðið,“ sagði Solskjær.

Manchester United, Manchester City, Chelsea, Liverpool, Real Madrid, Barcelona og fleiri lið munu vafalítið reyna að kaupa Haaland, verði hann til sölu í sumar.

„Hann er leikmaður Dortmund og ég óska honum góðs gengis, við sjáum hvað gerist í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar