fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

John Kerry segir að við höfum aðeins níu ár í viðbót

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 07:45

Joe Biden og John Kerry. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum ekki meiri tíma fyrir eitthvað rugl. Við getum ekki logið okkur út úr þessu,“ sagði John Kerry, sérstakur útsendari Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina.

Mikið vetrarveður herjaði á Bandaríkin síðustu vikur og lagðist sérstaklega þungt á New York og Texas þar sem um 70 manns létust. Kerry benti á að þegar rætt er um loftslagsbreytingarnar telji margir að aðeins sé átt við hlýnandi veðurfar en það sé ekki svo því loftslagsbreytingarnar valdi einnig kuldaköstum á borð við það sem skall á Bandaríkjunum nýlega.

„Ég held að rétta leiðin til að horfa á þetta sé að þetta er tengt hlýnun jarðar, jafnvel þótt maður af eðlishvöt segi fyrst að hér sé um nýja ísöld að ræða. En það er ekki svo. Þetta er hluti af hnattrænni hlýnun og þetta ógnar öllum eðlilegum veðurkerfum,“ sagði Kerry og bætti við: „Við verðum auðvitað að gera allt sem við getum til að þetta verði ekki nýja normið.“

Hann telur að þörf sé á hörðum aðgerðum, mun harðari en heimsleiðtogar féllust á með Parísarsamkomulaginu fyrir nokkrum árum. „Ef við gerum allt sem við skrifuðum undir í París þá mun meðalhitinn á jörðinni samt hækka um 3,7% sem er ávísun á hörmungar,“ sagði hann og bætti við að klukkan tifi: „Fyrir þremur árum sögðu vísindamenn að við hefðum 12 ár í viðbót til að forðast verstu afleiðingar loftslagsvandans. Nú eru þrjú ár liðin svo við eigum níu ár eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála