fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Rauðagerðismorðið: Lögregla að fá skýrari mynd á málið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 19:50

Margeir Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt RÚV í kvöld er lögregla að fá skýrari mynd á Rauðagerðismorðið og miklar líkur eru taldar á því að málið leysist. Um tuttugu manns vinna eingöngu við rannsóknina.

Gæsluvarðhald þriggja manna rennur út á morgun en lögregla ætlar að krefjast framlengingar á gæsluvarðhaldi eins þeirra.

Níu manns eru í haldi lögreglu vegna málsins og hafa þeir verið yfirheyrðir undanfarna daga, mismikið hver og einn.

Lögregla hefur lagt hald á tölvugögn, bæði tölvur og snjallsíma. Að sögn Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, er sú vinna að yfirfara þessi gögn afar tímafrek en meðal annars er unnið að því að kortleggja ferðir manna.

Samkvæmt Fréttablaðinu telur lögregla sig vita hvaða gerð af byssu var notuð við morðið en ekki er staðfest að lagt hafi verið hald á morðvopnið. Auk tölvutengdu munanna sem nefndir voru hér að ofan hefur lögregla lagt hald á vopn og bíla eftir umfangsmiklar húsleitir.

Verið er að rannsaka hvort málið tengist uppgjöri skipulagðra glæpahópa eða hvort um hafi verið að ræða uppgjör milli tveggja manna. Lögregla telur sig hafa morðingann í haldi en sá sem helst hefur legið undir grun neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum