fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Nú getur þú gert góðverk – Splunkunýju og rándýru hjóli stolið í innbroti

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson, sem kallaður er Hjólahvíslarinn vekur athygli á sorglegum stuldi á glænýju og rándýru rafmagnshjóli, í færslu sem birtist í Facebook-hópnum Hjóladót Tapað, fundið eða stolið.

Um er að ræða rautt Trek Powerfly 5, sem stolið var úr Skipholti fyrr í febrúar. Hjólið sem um ræðir kostar 530.000 krónur, en því var stolið í innbroti tæpum sólarhring eftir að það var keypt. Bjartmar segir það ansi súrt.

Hann segir að oft fari fólk að keyra meira þegar það lendi í stöðu sem þessari og það bæti lítið í umhverfismálunum. Svo segir hann að þegar hjólum sé stolið hér á landi gerist stundum ekkert í því, og hann kallar á breytingar:

Færsla Bjartmars er eftirfarandi en mynd að hjólinu má sjá hér að ofan:

„Þessu 530.000 kr rafhjóli var stolið í innbroti tæpum sólarhring eftir að hafa verið keypt. Bara aðeins of súrt!! Veit um nokkra sem hafa hætt við að svissa yfir á hjólið til daglegs brúks og hvíla bílinn eftir að hafa lent í þessu. Ekki beint að hjálpa þegar mikið er rætt um mikilvægi vistvæns fararmáta borgarbúa.

Því ef hjóli er stolið hér i bæ er lítið sem ekkert í því gert. Breytum þessu.“

 

Finni fólk hjólið má það vinsamlegast hafa samband við Bjartmar í síma: 8463635

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann