fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Sló í brýnu á milli þeirra á hliðarlínunni – „Að hverju ert þú að hlægja?“ 

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton hafði betur gegn Liverpool í gær í baráttunni um Bítlaborgina. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield í ensku úrvalsdeildinni síðan árið 1999.

Það sló í brýnu milli Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool og Duncan Ferguson, aðstoðarþjálfara Everton á einum tímapunkti í leiknum.

Klopp ásamt leikmönnum Liverpool vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik en dómari leiksins var ekki sammála.

Ferguson á að hafa hlegið að þessari beiðni Klopp.

„Að hverju ert þú að hlægja?“ á Klopp að hafa spurt Ferguson í kjölfarið.

„Við höfum rétt á því að tjá okkur eða eru það einungis þið sem megið það“ á Ferguson að hafa svarað.

Ferguson er öllum hnútum kunnugur í nágrannaslag Liverpool og Everton. Hann spilaði um langt skeið með Everton og hefur nú verið hluti af starfsliði aðalliðs félagsins síðustu tímabil.

Liverpool hefur ekki gengið nægilega vel á tímabilinu eftir að hafa hampað Englandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 25 leiki, 16 stigum frá toppliði deildarinnar, Manchester City.

Það var ljóst að sigur Everton, skipti leikmenn liðsins miklu máli en út brutust mikil fagnaðarlæti eftir sigur gærdagsins. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark leiksins úr vítaspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Í gær

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“