fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Síðasta flöskuborðið á Austur er afgreitt – Ekkert fékkst upp í 310 milljóna kröfur

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 14:53

Skemmtistaðurinn Austur mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok þrotabús 101 Austurstrætis ehf. var auglýst í gær. Kom þar fram að lýstar kröfur í þrotabúið hefðu verið rúmar 310 milljónir.

Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá var félagið fram að gjaldþroti þess skráð á Íranann Gholahomhossein Mohammad Shirazi, sem gekk gjarnan undir eftirnafni sínu. Síðustu ár var félagið reyndar í helmingseigu Alfacom General Trading. Eigendur Alfacom var Shirazi sjálfur og Effat Kazemi Boland. Kamran Keivanlou, sonur Effats, kom fram fyrir hönd Effats í fjölmiðlum hvað rekstur staðarins varðaði.

Áður en Íranirnir stigu inn í reksturinn áttu veitingastaðinn þeir Ásgeir Kolbeinsson og félag í eigu Styrmis Þórs Bragasonar, framkvæmdastjóra Arctic Adventures.

Ásgeir og Styrmir seldu félagið árið 2015, en áður en sú sala kláraðist að fullu kom til átaka milli eigenda staðarins. Kærur flugu á milli eigendanna og tók botninn svo úr þegar Víkingi Heiðari Arnórssyni, framkvæmdastjóra staðarins, var sagt upp störfum. Munu þá nýju eigendurnir hafa skilað inn rekstrarleyfinu og látið loka posum staðarins. Brá þá Ásgeir á það ráð að reka posana á annarri kennitölu til þess að halda staðnum áfram og var fyrir vikið ásakaður um að reka veitingastað og vínsölu án nauðsynlegra leyfa.

Þegar logn virtist loks vera að færast yfir rekstur staðarins skall Covid á með tilheyrandi afleiðingum á veitingageirann allan. Félagið var svo úrskurðað gjaldþrota í október í fyrra, þegar þriðja bylgjan svokallaða, og seinna helmingur samkomutakmarkana stóð sem hæst.

Samkvæmt heimildum DV námu skuldir félagsins um 40 milljónum þegar staðnum var lokað og lítið um launakröfur í þrotabúinu. Af lýstum kröfum vegur þyngst krafa Eikar fasteignafélags, sem átti fasteignina. Rekstrarfélag Austurs mun hafa gert langan leigusamning við fasteignafélagið og voru heil átta ár eftir af honum við gjaldþrot. Mánaðarleiga var samkvæmt upplýsingum sem DV hefur undir höndum þrjár milljónir á mánuði. Eftirstöðvar af leigusamningnum voru því um 263 milljónum króna að teknu tillit til ákvæða samnings um þrif og annan rekstrarkostnað og nam krafa Eikar þeirri upphæð.

Upphæð kröfunnar skipti þó litlu, því líkt og fyrr sagði mun ekkert hafa fengist upp í hana og eru milljónirnar 263 því tapað fé fyrir fasteignafélagið. Ólíklegt er þó að tap fasteignafélagsins verði svo mikið, enda viðbúið að nýir leigjendur finnist einhverntímann á næstu átta árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”