fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Átta manns horfnir – Er sagan að endurtaka sig? Níu manns létust á sama svæði fyrir 62 árum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 05:18

Þessi mynd var tekin á vettvangi af leitarmönnum fyrir 62 árum. Mynd:CC0 1.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Úralfjöllum í Rússlandi og víðar spyr fólk sig nú hvort sagan sé að endurtaka sig. Ástæðan er að átta göngumanna er saknað á svæði þar sem níu skíðagöngumenn fundust látnir fyrir 62 árum við dularfullar aðstæður.

Samkvæmt frétt Newsweek þá áttu göngumennirnir að skila sér aftur til byggða á miðvikudaginn en hafa ekki sést. „Þeir eru ekki komnir til baka og við erum ekki í neinu sambandi við þá,“ sagði íbúi á svæðinu í samtali við E1.ru að sögn Newsweek.

Viðkomandi sagði einnig að göngumennirnir hafi farið inn í hið goðsagnakennda Dyatlovgil til að minnast þeirra níu skíðagöngumanna sem létust þar 1959. Dauði þeirra var sveipaður mikilli dulúð þar til nýlega þegar vísindamenn skýrðu frá því að þeir hafi líklegast leyst ráðgátuna. DV fjallaði nýlega um málið.

Margar kenningar hafa verið settar fram um dauða fólksins, geimverum var kennt um, snjómanninum ógurlega, villimönnum, sem áttu að búa í fjöllunum, og einnig var sovéskum yfirvöldum kennt um, svo eitthvað sé nefnt.

Nú vakna sögur sem þessar til lífsins á ný meðal sumra eftir að áttmenningarnir hurfu í síðustu viku en enn hefur ekkert til þeirra spurst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum