fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Danir virðast ætla að fara í sumarfrí innanlands í ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 07:00

Frá Danmörku. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar setti stórt strik í reikninginn hjá mörgum Dönum á síðasta ári þegar kom að því að fara í sumarfrí. Margir neyddust til að halda sig innanlands og var árið það næstbesta í sögunni hvað varðar gistinætur í sumarhúsum. Nú stefnir í að sumarið 2021 verði enn betra og verði jafnvel besta ár sögunnar hvað varðar fjölda gistinótta.

Þetta kemur fram í tölum frá dönsku hagstofunni. Á síðasta ári voru gistinæturnar 19,9 milljónir, þar af voru Danir á bak við tæplega 9 milljónir þeirra. Það eru 3,6 milljónum fleiri gistinætur Dana en árið á undan, eða 68% aukning.

Metárið í gistinóttum var 2019 en þá voru þær 20,7 milljónir. Nú er spurningin hvort það met falli á þessu ári, að minnsta kosti lofar bókunarstaðan góðu. BT hefur eftir Louise Aggerstrøm Hansen, hagfræðingi hjá Danske Bank, að í desember hafi Danir bókað 15.022 gistinætur í dönskum sumarhúsum í júlí. Frá október til desember bókuðu Danir 117% fleiri vikur í sumarhúsum í júlí en á sama tíma á síðasta ári. „Það bendir til að við væntum þess í stórum stíl að vera í sumarfríi í Danmörku á næsta ári,“ er haft eftir henni.

Á sama tíma og sumarhúsin voru vel nýtt á síðasta ári voru hótel og gistiheimili hálf tóm. Gistinætur á hótelum hafa ekki verið færri í 23 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum