fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

68% samdráttur í útflutningi í gegnum breskar hafnir til ESB eftir Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningur, sem fór í gegnum breskar hafnir, var 68% minni í janúar á þessu ári en í janúar á síðasta ári. Aðalástæðan fyrir þessu eru vandamál sem fylgja Brexit.

Observer skýrir frá þessu. Fram kemur að samtök flutningabílafyrirtækja hafi sent ríkisstjórninni bréf í byrjun mánaðarins þar sem bent er á að samtökin hafi mánuðum saman varað við að vandræði myndu fylgja Brexit og að finna yrði leiðir til að leysa úr málunum. Þessar aðvaranir hafi að mestu verið hunsaðar.

Samdrátturinn var í flutningum með ferjum yfir Ermasund og í gegnum Ermasundsgöngin. Í bréfi samtakanna til ríkisstjórnarinnar segir að þau hafi lengi lagt áherslu á að fjölga þyrfti tollvörðum til að aðstoða fyrirtækin við þá miklu skriffinnsku og pappírsvinnu sem fylgi nú flutningum yfir Ermasund. Nú eru um 10.000 tollverðir að störfum en það er aðeins fimmtungur þess fjölda sem samtökin telja nauðsynlegan til að hægt sé að takast á við þá miklu skriffinnsku sem fylgir útflutningi eftir Brexit.

Auk þess að útflutingur dróst mikið saman þá segja fulltrúar samtakanna að 65-75% þeirra flutningabíla sem komu til Bretlands hafi farið tómir aftur til meginlandsins því engar vörur hafi beðið flutnings. Ástæðan séu tafir við pappírsvinnu og að sum bresk fyrirtæki hafi tímabundið stöðvað útflutning til ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“