fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ísrael hefur opnað sendiráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 21:00

Hér er bættum samskiptum Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna mótmælt í Íran. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn opnaði ísraelskt sendiráð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, nánar tiltekið í Abu Dhabi. Opnunin kemur í kjölfar samnings ríkjanna, sem var gerður fyrir fjórum mánuðum, um að koma sambandi þeirra í betra horf og láta af fjandskap. Að auki opnaði Ísrael nýlega sendiráð í Bahrain og fljótlega er röðin komin að Dubai og Marokkó. Það er því óhætt að segja að samband landsins við Arabaríki fari batnandi.

Ekki er langt síðan að háttsettir ísraelskir embættismenn og Benjamin Netanyhu, forsætisráðherra, fóru í stutta og leynilega ferð til Sádi-Arabíu þar sem Netanyhu ræddi við Mohammed bin Salman, krónprins, sem fer með nær öll völd í landinu. Ferðin þykir til marks um bætt samskipti ríkjanna en þau eiga sér sameiginlegan óvin sem er Íran.

Í tilkynningu frá ísraelska utanríkisráðuneytinu segir að sendiráði í Abu Dhabi hafi formlega verið opnað á sunnudaginn þegar Eitan Naeh, sendiherra, kom þangað.

Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa ákveðið að opna sendiráð í Tel Aviv. „Þetta er mikilvæg ákvörðun sem mun styrkja böndin á milli ríkjanna og íbúanna,“ er haft eftir Gabi Ashkenazi, utanríkisráðherra Ísraels, í tilkynningu frá ísraelska utanríkisráðuneytinu.

Auk Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa Bahrain, Marokkó og Súdan samið við Ísrael um bætt samskipti. Áður voru það aðeins Egyptaland og Jórdanía sem áttu í diplómatískum samskiptum við Ísrael.

Reiknað er með að sendifulltrúar Ísraels í Marokkó og Dubai taki til starfa á allra næstu dögum.

Önnur Arabaríki hafa sagt að þau muni ekki viðurkenna tilvist Ísraels fyrr en friðarsamningur verður gerður við Palestínumenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“