fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Tímamót fyrir spilavini – Loksins eru komin kynjalaus spil

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 07:01

Hér sjást kynjalausu spilin. Mynd:GSB Playing Cards

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indy Mellink, 24 ára frumkvöðull og sálfræðinemi, hefur nú sett á markað „kynjalaus“ spil. Í því felst að í spilastokknum eru engir kóngar, drottningar eða gosar því að það ýtir undir kynjamisrétti, að mati Mellink, að kóngar séu meira virði en drottningar í spilum og að drottningar séu meira virði en gosar.  Hún skipti þeim því út og nú eru það gull, silfur og brons sem tróna á toppnum.

Hugmyndin kviknaði hjá henni þegar hún var að kenna ungri frænku sinni að spila. Þá áttaði hún sig á hvað kynin skiptu miklu máli í spilastokknum. Þetta veldur ójafnrétti byggðu á kynjaskiptingu að hennar mati. Hún segir að þótt hér sé bara um spil að ræða þá geti þessi mismunum haft áhrif á daglegt líf fólks.

Hún hefur því hannað ný spil þar sem gull, silfur og brons tróna á toppnum. Þannig er hægt að vita hvað spil er mikilvægast en um leið „stuðast“ fólk ekki af því að það sá „karl“ sem sé mikilvægari en „kona“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu