fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu – Að minnsta kosti sjö látnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 05:38

Björgunarmenn að störfum í Mamuju. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti, af stærðinni 6,2, reið yfir indónesísku eyjuna Sulawesi í síðdegis í gær að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma. Staðfest hefur verið að sjö hafa fundist látnir. Upptök skjálftans voru um sex kílómetra norðan við bæinn Majene. Margir sterkir eftirskjálftar hafa fylgt.

Reuters segir að allt að 650 hafi slasast í skjálftanum. rúmlega 300 hús eyðilögðust í Mamuju, þar á meðal sjúkrahús, herstöð og hótel. Margir sjúklingar og starfsmenn eru grafnir í rústum sjúkrahússins og er unnið að björgun.

Yfirvöld segjast enn vera að reyna að fá yfirsýn yfir umfang tjónsins en tilkynnt hefur verið um fjölda fólks sem er grafið í húsarústum.

Bandaríska jarðfræðistofnunin USGS segir að upptök skjálftans hafi verið á 18 km dýpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin gullna regla varðandi garðsláttinn

Hin gullna regla varðandi garðsláttinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum