fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Verður þetta keppinautur Rúnars Alex í Lundúnum?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 17:00

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal skoðar þann möguleika að fá Tom Heaton, varamarkvörð Aston Villa til félagsins nú í janúar. Frá þessu greina ensk blöð í dag.

Arsenal vill fá inn markvörð í janúar en félagið seldi Emiliano Martinez til Aston Villa síðasta sumar og fékk þá Rúnar Alex Rúnarsson inn.

Sagt var frá því í The Athletic í vikunni að Arsenal myndi vilja lána Rúnar Alex í neðri deild Englands eða til liðs í Evrópu. Arsenal leitar að markverði til að keppa við Bernd Leno, David Ornstein segir að Arsenal hafi alltaf hugsað um Rúnar sem þriðja kost sinn í markið.

Rúnar var keyptur til Arsenal síðasta sumar frá Dijon, eftir fína byrjun í Evrópudeildinni gerði Rúnar Alex mistök í deildarbikarnum gegn Manchester City. Þau mistök hanga eins og skuggi yfir honum þegar ensk blöð fjalla um málefni hans.

Heaton hefur mikla reynslu og segir í fréttum eð Arsenal horfi á hann sem kost til skamms tíma á meðan Rúnar Alex öðlast reynslu og að félagið hafi þá meiri tíma til að finna annan og betri kost til að keppa við Bernd Leno.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina