fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Segir að áhætta fylgi eignarhaldi ríkisins á bönkunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð áhætta felst í því fyrir ríkissjóð að eiga meirihluta fjármálakerfisins því ekki er á vísan að róa á mörkuðum. Því er æskilegt að draga úr þátttöku ríkisins í rekstri banka og er sala á hluta Íslandsbanka fyrsta skrefið í þá átt. Þetta segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Það virðist gleymast í umræðunni að bankarekstur er mjög áhættusamur og ekki að því vísu gengið að fá milljarða í arðgreiðslur ár eftir ár, enda getur gefið á bátinn á fjármálamörkuðum eins og flestir Íslendingar ættu að muna,“ sagði Friðrik í samtali við Fréttablaðið.

Gagnrýni hefur komið fram á fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka og hefur verið nefnt að hugsanlega sé verið að selja á undirverði. Markaðurinn hefur eftir Snorra Jakobssyni, sérfræðingi í verðmati hlutabréfa, að ríkissjóður megi vel við una að selja á því verði sem er bókfært í ríkisreikningi en það samsvarar 80% af bókfærðu eigin fé. Líklega verði söluverðið þó lægra því arðsemi íslenskra og erlendra banka hafi heldur lækkað á síðustu árum.

Markaðurinn hefur eftir Óla Birni Kárasyni, formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að mikilvægt sé að ríkið dragi úr þátttöku sinni á fjármálamarkaði. „Að ríkissjóður skuli binda 350 til 400 milljarða í áhætturekstri á borð við bankarekstur er eitthvað sem ekki getur staðist til lengdar. Þessum fjármunum er betur varið í uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfis, svo eitthvað sé nefnt. Síðan er það ábyrgðarhluti að tryggja það að framtíðarkynslóðir séu ekki sligaðar af skuldum hins opinbera, en söluandvirði Íslandsbanka verður varið til fjármögnunar á halla ríkisrekstursins,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn