fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Konný var tilkynnt til barnaverndar eftir að hafa leitað ráða á Mæðratips

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 21:25

Konný Erla Erlingsdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir áramót birti ung móðir og eiginkona, Konný Erla Erlingsdóttir, færslu í Facebook-hópnum Mæðratips þar sem hún óskaði eftir ráðum við þrálátu exemi ungs sonar síns. Drengurinn hafði þá verið á sýklalyfjum í meira en mánuð og Konný hafði prófað þrjár tegundir af sterakremi við ofnæminu en án árangurs. Drengurinn hefur þjáðst af exeminu síðan í mars á síðasta ári.

Með færslunni birti Konný myndir af ofnæmissárum drengsins en á myndunum sást ekki framan í hann og aðeins hluti líkama hans. Meginmyndefnið var exemið sjálft.

Í Mæðratips-hópnum fá konur oft afar góð ráð og sú varð raunin í þetta skipti. Kona í hópnum setti Konný í samband við smitsjúkdómalækni barna á höfuðborgarsvæðinu, en Konný býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur ungum börnum, í litlu þorpi á suðausturlandi. Þau eiga tvö ung börn, dreng og stúlku. Konný er á 22. ári.

Þetta var gæfuspor eins og Konný segir frá í samtali við DV: „Þetta gengur mjög vel og hann er farinn að skána alveg helling. Við fórum á bráðamóttökuna því barnasmitsjúkdómalæknir vildi að við færum þangað,“ segir Konný en þangað var farið með barnið á nýársdag. Fékk drengurinn heppilegt sterakrem sem hefur dugað honum vel.

Barnaverndarnefnd hringir

Það gerðist síðan í dag að starfskona frá barnavernd hringdi í Konný þar sem tilkynning barst vegna myndbirtinganna í Mæðratips. Segir Konný að konan hafi verið kurteis en sagt að hún yrði að skrá atvikið. Hún spurði jafnframt hvernig drengurinn hefði það.

„Við vorum alveg í rusli,“ segir Konný en símtalið var vægast sagt óvænt og mikið áfall.  „Mér finnst afskaplega leiðinlegt að maður geti ekki mátað sig við fólk án þess að fá einhvern skít í andlitið,“ segir Konný og á þar við að hún hafi birt fyrirspurnina og myndirnar til þess að kanna hvort aðrar mæður í hópnum könnuðust við exem af þessu tagi og vissu hvernig best væri að bregðast við.

Konný segir að í símtalinu hafi ekki verið boðuð heimsókn eða annað eftirlit frá barnavernd vegna málsins en hún segist alveg eins eiga von á fleiri símtölum.

Konný segir svo frá málinu í Mæðratips í kvöld:

Góða kvöldið,

Ég vil byrja á að þakka þeirri sem setti mig í samband við smitsjúkdómalækni barna. Við fengum símtal frá honum og fórum strax suður í kjölfarið.

Nú er ekki langt síðan ég póstaði myndum af syni mínum með það í huga að fá ráð hjá ykkur kæru mæðrum með exemið hjá honum og sjá hvort aðrir hefðu upplifað það sama með sín börn.

Þetta er búið að vera í vinnslu síðan í mars, við erum búin að ganga á milli lækna og prufa ýmislegt og hefur það lítinn árangur borið.

Nú vill svo til að við höfum verið tilkynnt til Barnaverndar vegna þessa pósts, það er sorglegt að vita til þess að hér sé ekki hægt að leita ráða eða fá aðrar upplifanir án þess að eiga það á hættu að vera tilkynntur til Barnaverndanefndar en fólk ætti alls ekki að tilkynna fólk til Barnaverndarnefndar að óathuguðu máli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum