fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Gísli starfar ekki lengur fyrir Sjálfstæðisflokkinn – „Það varð að samkomulagi“

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 22. desember 2020 13:56

Gísli Hauksson einn stofnandi og fyrrum forstjóri Gamma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það varð að samkomulagi milli Gísla Haukssonar og flokksins í byrjun síðustu viku að hann hætti sem formaður fjármálaráðs,” segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skriflegu svari til DV.

Fyrirspurnin var send vegna fréttar sem Fréttablaðið birti í morgun þess efnis að Gísli Hauksson annar stofnandi Gamma Capital og innmúraður sjálfstæðismaður hefði verið ákærður fyrir gróft heimilisofbeldi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að Gísla sé gefið að sök að hafa tekið konuna kyrkingartaki og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Rannsókn málsins er sögð vera á frumstigi.

Þar kom fram að Gísli gengdi trúnaðarstöfum fyrir  Sjálfstæðisflokkinn en hann hefur verið viðloðandi starf flokksins um árabil, bæði hefur hann setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og starfað sem formaður fjármálaráðs. Í kjölfarið var fjölmiðlum send tilkynning þess efnis að Gísli starfaði ekki lengur fyrir flokkinn.

Ingvar P. Guðbjörnsson ítrekar það í skriflegu svari sínu að Gísli starfi ekki með neinum hætti fyrir flokkinn í dag. Ljóst er að Sjálfstæðisflokknum hefur gengið betur að ná í fyrrum kollega sinn en blaðamönnum sem hafa ítrekað reynt að ná í Gísla síðastliðna viku án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“