fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Ný rannsókn – Ótrúlega fáir nota djúpnetið til ljósfælinna verka

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. desember 2020 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiturlyf, klám, vegabréf, persónulegar upplýsingar og leigumorðingjar sem bjóða þjónustu sína. Það er fátt sem ekki er hægt að finna á hinu svokallaða djúpneti (dark web) og því nærtækt að halda að það séu aðallega afbrotamenn og vafasamir aðilar sem nota það. Ástæðan er að ekki er hægt að rekja slóð notenda á djúpnetinu ólíkt hinu hefðbundna Internetið sem flestir nota.

En niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sýna að langflestir þeirra sem nota djúpnetið nota það ekki til að leita að einhverju ólöglegu. Flestir virðast einfaldlega nota Tor-netvafrann, sem veitir aðgang að djúpnetinu, til að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra á netinu.

Vísindamenn höfðu aðgang að Tor-vafranum í hálft ár og fylgdust með hvaða heimasíður voru heimsóttar með honum. Í ljós kom að aðeins 6,7% af öllu því sem gerðist á Tor var á djúpnetinu og snerist þetta ekki allt um eitthvað ólöglegt. Restin af notkuninni var á hinu „venjulega“ Interneti.

Rannsóknin var í raun stikkprufa þar sem eitt prósent af allri notkun Tor á heimsvísu var rannsakað. Þetta gefur grófa innsýn í notkun Tor en slík innsýn hefur ekki fengist áður. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Þar sem Tor-vafrinn er dulkóðaður gátu vísindamennirnir ekki séð hvað notendurnir notuðu hann til að skoða en þeir gátu aðeins séð hvort þeir fóru inn á djúpvefinn eða venjulega Internetið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma