fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Ný rannsókn – Miklu hærri dánartíðni af völdum COVID-19 en af inflúensu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 06:45

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný frönsk rannsókn, sem rúmlega 135.000 kórónuveirusjúklingar og inflúensusjúklingar tóku þátt í, sýnir að miklu fleiri látast af völdum kórónuveirunnar en inflúensu. Rannsóknin byggist á opinberum gögnum frá Frakklandi og sýnir svart á hvítu hversu alvarlegur COVID-19 sjúkdómurinn er.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu The Lancet Respiratory Medicine. Samkvæmt þeim þá er kórónuveiran næstum því þrisvar sinnum banvænni en inflúensa.

Vísindamennirnir báru saman gögn 89.530 sjúklinga, sem voru lagðir inn á sjúkrahús, vegna COVID-19 smits, í mars og apríl og gögn 45.819 sjúklinga sem voru lagðir inn með hefðbundna inflúensu frá desember 2018 fram í lok febrúar 2019.

Um 16,9% af COVID-19 sjúklingunum létust á tímabilinu en þá reið fyrsta bylgja heimsfaraldursins yfir Evrópu og læknar höfðu ekki yfir mörgum meðferðarúrræðum að ráða fyrir alvarlega veikt fólk. Dánartíðnin af völdum inflúensunnar var 5,8%. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Catherine Quantin, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Dijon og hjá frönsku heilbrigðisstofnuninni Inserm, tók þátt í gerð rannsóknarinnar og segir hún að munurinn á dánartíðninni sé „sérstaklega sláandi“ af því að inflúensufaraldurinn 2018/2019 var sá versti í fimm ár í Frakklandi og fjöldi látinna sá mesti í fimm ár.

Vísindamennirnir telja að muninn á fjölda innlagna megi að hluta skýra með að ákveðið ónæmi gegn inflúensu sé til staðar. Það geti verið vegna fyrri sýkingar eða bólusetningar. Þeir komust einnig að þeirri niðurstöðu að fleiri COVID-19 sjúklingar þurfi á gjörgæslumeðferð að halda eða 16,3% á móti 10,8% hjá inflúensusjúklingunum. Einnig er legutíminn á gjörgæsludeild að meðaltali 15 dagar hjá COVID-19 sjúklingum en 8 dagar hjá inflúensusjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran