fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Setja upp færanleg líkhús í Kaliforníu vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 04:54

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stórborgum Kaliforníu verða yfirvöld að vera undir enn fleiri dauðsföll af völdum COVID-19 búin en fram að þessu segir Gavin Newsom. Yfirvöld í ríkinu eru nú byrjuð að dreifa 5.000 líkpokum og 60 frystibílum, sem á að nota sem líkhús, um Los Angeles og San Diego sem hafa farið illa út úr faraldrinum.

Frá því í sumar hefur innlögnum á sjúkrahús fjölgað mikið og eru nú tvöfalt fleiri en í sumar. Sjúkrahúsin í ríkinu eru við það að fyllast. Á nokkrum mánuðum hefur meðaltal látinna á dag margfaldast að sögn Newsom. Þetta hefur orðið til þessa að yfirvöld leita logandi ljósi að nauðsynlegum búnaði og heilbrigðisstarfsfólki auk fleiri sjúkrarýma.

Fyrirhugað er að setja upp stór tjöld við fjögur sjúkrahús í Orange County. Um þrjár milljónir búa í sýslunni en þar hefur smitum fjölgað mikið að undanförnu. Yfirvöld hafa beðið íbúa sýslunnar um að sleppa því að hitta aðra en fólk frá sama heimili.

Kalifornía er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og þar hafa flest smit verið staðfest eða rúmlega 1,6 milljónir. Rúmlega 21.000 hafa látist af völdum COVID-19 í ríkinu. Dagleg dauðsföll hafa farið úr um 40 í 160 síðan fyrir mánuði. Um 32.500 ný smit eru að jafnaði staðfest daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo