fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sigurður úrskurðaði í máli gegn HR á meðan hann þáði laun frá HR

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 16:15

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands hefur fellt höfnun sína á áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar úr gildi. Mbl.is segir frá málinu.

Mál Kristins er gegn Háskólanum í Reykjavík sem sagði Kristni upp störfum í kjölfar orða sem Kristinn lét falla á lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Kristinn höfðaði mál gegn háskólanum í kjölfar uppsagnar sinnar en tapaði málinu bæði í héraðsdómi og Landsrétti. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins og fyrrum dómari við Hæstarétt, áfrýjaði málinu til Hæstaréttar fyrir hönd Kristins. Hæstiréttur hafnaði þeirri beiðni, sem fyrr sagði.

Í samtali við Mbl.is segir Jón Steinar að niðurfelling höfnunarinnar megi rekja til þess að komið hafi í ljós að Sigurður Tómas Magnússon, einn dómaranna þriggja sem tók áfrýjunarbeiðnina fyrir hafi þegar hann tók afstöðu til hennar þegið laun hjá Háskólanum í Reykjavík, einum aðila málsins sem um ræddi. Jón Steinar segir að hann hafi verið við störf nú á haustönn, þ.e. þeirri önn sem nú er að klárast.

Gera má ráð fyrir því að Hæstiréttur muni taka áfrýjunarbeiðnina aftur til umfjöllunar og taka afstöðu til hennar á ný, án aðkomu Sigurðar Tómasar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum