fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Pressan

Vel útfært morð á írönskum kjarnorkusérfræðingi – Vélbyssu stýrt í gegnum gervihnött

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 21:30

Frá útför Mohsen Fakhrizadeh. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. nóvember var Mohsen Fakhrizadeh, helsti kjarnorkusérfræðingur Írans, ráðinn af dögum nærri Teheran. Setið var fyrir bílalest hans, en hann naut verndar yfirvalda, og bíll sprengdur þegar bílalestin kom að honum. Því næst var Fakhrizadeh skotinn til bana með vélbyssu sem var stýrt um gervihnött. Engir árásarmenn voru á vettvangi.

Þetta segja íranskir fjölmiðlar að minnsta kosti að sögn Sky News. Fram kemur að hin hálfopinbera fréttastofa Mehr hafi haft eftir Ali Fadavi, næstæðsta yfirmanni Íranska byltingarvarðarins, að vélbyssunni hafi verið stýrt með gervigreind. 13 skotum hafi verið skotið að bíl Fakhrizadeh og að svo vel hafi verið miðað að ekkert skot hafi hæft eiginkonu Fakhrizade sem var með honum í bílnum.

„Yfirmaður öryggisgæslunnar var einnig skotinn fjórum skotum því hann kastaði sér á Fakhrizadeh. Enginn óvinur var á staðnum til að skjóta verðina,“ sagði Fadavi.

Íranska Press TV hafði eftir Ramezan Sharif, talsmanni Íranska byltingarvarðarins, að háþróuð vopn, stýrt um gervihnött, hafi verið notuð við morðið á Fakhrizadeh. Hann sakaði einnig Ísraelsmenn um að hafa staðið á bak við morðið en almennt er talið að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi komið að málum og jafnvel notið aðstoðar Bandaríkjamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi

Hún var myrt árið 1982 – Í gær var morðingi hennar tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk áfall þegar hún sá hvað lögregluþjónn gerði heima hjá henni – Myndband

Fékk áfall þegar hún sá hvað lögregluþjónn gerði heima hjá henni – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?