fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Leicester upp í þriðja sætið eftir sigurmark á 90. mínútu

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 6. desember 2020 16:14

Jamie Vardy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheffield tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-2 sigri Leicester sem stálu sigrinum undir lok leiks.

Ayoze Pérez skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina á 24. mínútu. Oliver McBurnie jafnaði metin fyrir heimamenn á 26. mínútu. Allt stefndi í jafntefli þar til undir lok leiks. Jamie Vardy skoraði sigurmark Leicester á 90. mínútu og skyldi Sheffield eftir með sárt ennið.

Sheffield situr í neðsta sæti með eitt stig. Leicester hoppaði með sigrinum upp í þriðja sæti með 21 stig. Liverpool, sem einnig eru með 21 stig, eiga leik í kvöld gegn Wolves. Sá leikur hefst klukkan 19:15.

Sheffield 1 – 2 Leicester
0-1 Ayoze Pérez (24′)
1-1 Oliver McBurnie (26′)
1-2 Jamie Vardy (90′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið