fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stórþjófur í fangelsi eftir skrautlegan brotaferil – Milljónir á milljónir ofan – Hrækti í andlit afgreiðslustúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 12:27

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður að nafni Viorel Avadanii, sem býr í miðbæ Reykjavíkur og er fertugur að aldri, hefur verið dæmdur í fangelsi eftir ótrúlegan slóða af búðaþjófnuðum og innbrotum þar sem stolið var verðmætum fyrir um tíu milljónir króna samtals.

Afbrotin voru framin á þessu ári, frá febrúar og fram í október. Veigaminnstu afbrotin eru þjófnaðir í verslunum á vörum að verðmæti nokkur þúsund eða tugi þúsunda. Þá var Viorel ákværður fyrir að veitast með ofbeldi að starfsstúlku í verslun Bónuss á Akranesi og hrækja í andlit hennar.

Hann var ákærður fyrir innbrot í skartgripaverslunina Gull & silfur Laugavegi 52 með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og stela úr henni 30 armböndum, 11 hringjum og þremur brjóstmælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónir.

Þá var hann ákærður fyrir innbrot í Elko við Fiskislóð þaðan sem hann stal tölvum og snjallúrum fyrir hátt í 3 milljónir króna.

Viorel játaði brot sín skýlaust. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo vitað sé. Var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til greiðslu málsvarnarþóknunar til verjanda sína, rúmlega 750 þúsund krónur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“