fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

„Ég er ekki skrímsli“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Jessica Alveg segir að lýtalæknir hafi kallað hana skrímsli í beinni útsendingu í ítalska þættinum Non é la D‘Urso.

Jessica Alves vakti fyrst heimsathygli fyrir að hafa eytt rúmlega hundrað milljón krónum í fegrunaraðgerðir. Hún var þekkt sem „mannlega Ken-dúkkan“, áður en hún kom út sem transkona í byrjun árs 2020. Nú er hún þekkt sem Jessica Alves og hefur komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og er vinsæl á samfélagsmiðlum.

Jessica segir farir sínar ekki sléttar af þættinum í viðtali við Daily Mail. Hún segir að lýtalæknir hafi sagt mjög ljóta hluti við hana og þrátt fyrir að vera miður sín sé hún ákveðin að „leyfa engum að niðurlægja mig.“

Innkoma Jessicu í þættinum var glæsileg. Hún klæddist rauðum síðkjól og dillaði sér við lag Shaniu Twain, „Man! I Feel Like A Woman.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jessica Alves (@jessicaalvesuk)

„Á sunnudaginn var ég gestur í [þættinum] og skyndilega, í beinni útsendingu, kallaði lýtalæknir mig skrímsli.“

Jessica svaraði fyrir sig og sagði: „Hvernig dirfistu að kalla mig skrímsli?!“

Hún sagði einnig að það væri ófagmannlegt fyrir lýtalækni að láta svona við einhvern. Horfðu á samskipti þeirra hér að neðan.

Eins og fyrr segir hefur Jessica eytt yfir 100 milljón krónum í fegrunaraðgerðir. Hún viðurkennir að útlit sitt sé kannski ekki allra, en hún á samt virðingu skilið.

„Ég ætla að lögsækja lýtalækninn sem brennimerkti mig sem skrímsli. Ég mun aldrei leyfa neinum að niðurlægja mig og engin önnur transkona ætti að verða fyrir fordómum. Við þurfum að standa með okkur sjálfum, vera sterkar og óttalausar, sem ég er.“

Jessica ræddi einnig um mikilvægi þess að transfólk sé meira áberandi í sjónvarpi. „Það þurfa að vera fleiri transmenn og transkonur í sjónvarpi, myndum og í fjölmiðlum til að fræða almenning um hvað við erum. Við erum bara að reyna að vera hamingjusöm eins og allir aðrir, en tækifæri okkar í fjölmiðlum eru mjög takmörkuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“