fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

„Þeir lömdu mig hreinlega í köku“- Ómar opnar sig um alvarlega líkamsárás á Spáni – „Hver sem er getur lent í þessu“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfjöllun um ofbeldi og alvarleg skemmdarverk hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Myndbönd sem sýna þegar mólótov-kokteilum er kastað í hús og líkamlegt ofbeldi hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla. Mörgum hefur fundist þetta gefa ákveðna innsýn í undirheimana og aðrir upplifa meiri nálægð við þá en áður.

Ómar Sigurðsson, skipstjóri, er einn þeirra sem hefur fylgst með fréttum vikunnar og hafa þær orðið til þess að hann hefur opnað sig um alvarlega líkamsárás sem hann varð fyrir á Spáni árið 2011. Hann var þá um það vil 65 ára gamall, en árásarmennirnir þrír, líklega á þrítugs- eða fertugsaldri.

Ómar ákvað að segja sögu sína til þess að koma því á framfæri að hver sem er gæti lent í óvæntri árás, sem dragi dilk á eftir sér. Fyrst sagði Ómar frá árásinni á Facebook, en sú frásögn hans er eftirfarandi:

„Það er ömurlegt að fá fréttir af þessum átökum í undirheimum borgarinnar, þar sem venjulegt fólk getur ekki gengið óhult um, og þetta að gerast á litla Íslandi.

Fyrir nokkrum árum var ég staddur á Spáni, þegar ég var af einhverjum ástæðum fyrir þrem “ hnökkum“ krúnurakaðir, tattóveraðir vaxtaræktarmenn, á hlýrabolum, greinilega á einhverju öðru en víni.

Þeir réðust á mig og börðu í spað, og létu spörkin dynja á mér þar sem ég lá.

Þetta var hrikaleg upplifun, sem ég var mörg ár að jafna mig á. Nokkur beinbrot og mar og bólgur, og það kom yfir mig depurð eftir þetta, sem var erfitt að takast á við fyrir annars glaðlyndan mann.

Þarna voru ca. 10 Íslendingar sem urðu vitni að þessu, en sem betur fer blönduðu þau sér ekki í leikinn, það hefði verið veisla fyrir dóphausana.

Ég var blá edrú og árásin óvænt.

Ég er bara að benda á að við getum öll orðið fyrir svona fólum, förum varlega.“

„Þeir lömdu mig hreinlega í köku“

Ómar lýsti árásinni í samtali við blaðamann. Hann segist hafa verið úti að borða með fjölda Íslendinga, þar hafi verið skemmtun í gangi. Þegar leið á kvöldið hafi nokkrir menn verið að bera ölvaða íslenska konu í burt af staðnum, en Ómar hafi reynt að stöðva það því honum leist ekki á blikuna. Það hafi þó endað með því að að mennirnir hafi ráðist á hann.

Ómar segir að mennirnir hafi, verið vöðvabúnt og eflaust verið undir áhrifum vímuefna. Hann lýsir því þegar hann leit í augu eins þeirra.

„Þegar ég horfði í augun á einum þeirra sá ég ekki mann, heldur skepnu.“

Að sögn Ómars hafi mennirnir kýlt og sparkað í hann sem varð til þess að hann hlaut þrjú rifbeinsbrot, viðbeinsbrot, nefbrot, auk þess sem eitt nýrað hans hafi komið illa út.

„Þeir lömdu mig hreinlega í köku,“

„Hver sem er getur lent í þessu“

Hann hefur ekki jafnað sig á öllum áverkunum enn þann dag í dag, níu árum seinna. Þá segir hann skaðann jafnframt hafa verið andlegan og að hann hafi verið mörg ár að jafna sig. Hann hafi til að mynda átt erfitt með svefn.

Ómar viðurkennir að hann hafi ekki leitað til sálfræðings, eða opnað sig um málið, en það hafi mögulega verið mistök. Útskýring hans er á þann veg að gamlir sjóarar eins og hann séu ekki mikið að opna sig um svona mál.

Ómar segist hafa leitað til lögreglunnar á Spáni, en að þrátt fyrir að myndir væru til af vettvangi hafi ekkert gerst, og á endanum hafi hann gefist upp.

Þegar fréttir vikunnar hafi birst í fjölmiðlum segist Ómar hafa verið hugsað til árásarinnar á Spáni. Hann hafi því viljað deila sögunni af henni, en skilaboðin sem hann vill koma á framfæri eru þessi:

„Hver sem er getur lent í þessu, fyrir litlar eða engar sakir. Ég vil hvetja fólk til að halda sig sem mest frá svona fólki, annars getur það endað illa.“

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=3566165410164939&id=100003145466849

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum