fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Lýsir því hvernig er að glíma við fátækt á Íslandi í kringum jólin: „Ég brosi samt svo að dóttir mín finni ekki fyrir vonbrigðum“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 15:00

Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephanie Rósa Bosma, umönnunarstarfsmaður og sjúkraliðanemi, fjallar um fátækt í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hún segist hafa tekið eftir því að fólk sé að óska eftir hjálp og mataraðstoð á Facebook, en henni finnst það verulega sorglegt.

Hún segist vera ein af þeim sem sé alltaf í vandræðum í lok mánaðar. Hún deilir reynslu sinni af því að hafa fara í Fjölskylduhjálp og skömminni sem hún fann fyrir. Þrátt fyrir það er hún í vinnu og fær tekjur mánaðarlega.

Stephanie segist eiga þann draum að geta hjálpað, og útrýma fátækt, með því að stofna fyrirtæki eða stofnun.

Hún segist ekki vera jólabarn lengur, þar sem að jólunum fylgi mikið stress. Stephanie lýsir því að þurfa að flokka pening fyrir jól til að eiga fyrir gjöfum, mat og fötum handa dóttur sinni. Þrátt fyrir þunglyndi sitt segist hún brosa fyrir dóttur sína.

Að lokum segist hún standa með fólki sem glími við fátækt, og að hún sé ein af þeim.

Hér að neðan má lesa pistil Stephanie, sem birtist á Vísi

„Munið þið eftir þættinum Kveik? Þar var fjallað um fátækt á Íslandi.

Nú undanfarið hef ég séð á Facebook-síðum að fólk er að biðja um hjálp og mataraðstoð. Þetta er svo sorglegt.

Ég er ein af þeim sem er alltaf í vandræðum í lok mánaðar, ég þekki þetta.

Vildi að ég gæti hjálpað. Vildi ég gæti stofnað fyrirtæki eða stofnun og útrýmt fátækt.

Ég fór í Fjölskylduhjálp í fyrsta skipti í langan tíma til að fá mat. Ég skammaðist mín svo mikið, fannst ég vera vonlaus og ég ætti ekki heima þarna vegna þess ég er í vinnu, fæ tekjur mánaðarlega. En í dag, þó svo þú sért í vinnu þá ertu fátækur.

Hvern einasta mánuð ertu með þunglyndi, stress og vanlíðan, út af því þú átt ekki pening fyrir mat, fyrir föt og til að njóta lífsins.

Ég er ekkert jólabarn. Hvers vegna spyr fólk. Vegna þess að alltaf kringum jólin fylgir stress, ekki vegna þess hvort að maturinn verði tilbúinn á réttum tíma, heldur að flokka niður peninga til að eiga fyrir gjöfum, eiga fyrir mat, vera með þennan „hefðbunda jólamat”, eiga fyrir kjóla á dóttur mína, eiga fyrir áramótunum.

Þetta er ekki gleði lengur fyrir mér en ég brosi samt svo að dóttir mín finni ekki fyrir vonbrigðum með þunglyndi mitt.

Útrýma fátækt er minn draumur en ekki að fleiri og fleiri óski eftir mataraðstoð á Facebook síðum.

Ég stend með ykkur og ég er ein af ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump