fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Einar gagnrýndur harðlega fyrir framgöngu sína í Kastljósi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 21:35

Einar Þorsteinsson (t.v.) og Már Kristjánsson. Samsett mynd Hringbrautar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, fréttamaður RÚV, sótti nokkuð hart að Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, í Kastljósi í kvöld. Umræðuefnið var bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti sem olli yfir 200 smitum og 12 dauðsföllum meðal sjúklinga á Landakoti.

Einar vildi vita hvort það væri ályktun skýrslunnar að engin mistök hefðu verið gerð á Landaskoti. Í skýrslunni er ófullnægjandi búnaður, vond loftræsting og þröngt húsnæði sögð vera ástæður sýkingarinnar en Einar spyr hvort þetta séu fullnægjandi skýringar.

Már var ósáttur við þá skilgreiningu landlæknis á hópsýkingunni að um væri að ræða alvarlegt tilkynningaskylt atvik. Einar sagði við Má að augljóslega hefði orðið misbrestur í starfseminni fyrst svona fór. Már sagði að tal um lögreglurannsókn hefði ekki hjálpað starfsfólki á Landakoti í viðbragði við sýkingunni. Sagði Már að ekkert benti til að ásetningur eða vanræksla hefðu valdið sýkingunni. Einar benti á að samkvæmt skýrslunni væru engin merki um að stjórnendur LSH teldu sig hafa gert einhver mistök þó að heill öldunarspítali hafi verið undirlagður af Covid. „Er það þannig?“ spurði hann Má? Már benti á að hvergi í heiminum væri lægra dánarhlutfall af Covid-19 en á Íslandi. Einar spurði þá aftur hvers vegna ekkert stæði í skýrlunni um að ákvarðanir stjórnenda LSH ættu einhvern þátt í sýkingunni. Einar spurði meðal annars hvort skortur á hólfaskiptingu hefði verið orsakavaldur. Már benti á að spítali eins og Landakot væri dýnamískur staður þar sem erfitt væri um vik í hólfaskiptingu. Einar benti á að Landaskoti hefði verið hólfaskipt í vor, hvers vegna ekki í haust? Már sagði að sóttvarnir hefðu verið hertar á Landakoti frá því í vor og taldi upp ýmsar aðgerðir sem gripið hefði verið til.

„Einar hefur oft lagst lágt í Kastljósinu, en aldrei eins og núna“

Margir netverjar tjá sig um Kastljósið í kvöld og sumir fara hörðum orðum um framgöngu Einars. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir í FB-færslu:

„Einar hefur oft lagst lágt í Kastljósinu, en aldrei eins og núna. Hann berst um að verja fjársveltið sem heilbrigðiskerfið hefur þurft að búa við. Einar velur það að ráðast á starfsfólkið. Allir sem hafa kynnt sér þetta vita að það er sá aðbúnaður, fjárssveltið, sem skapar þessar aðstæður, það var bara spurning hvernær þetta myndi gerast. Hverjir hafa verið ráðandi í fjármálaráðuneytinu og ítrekað frestað byggingu Landspítalans?“

Valgerður Bjarnadóttir skrifar:

„Ég er hreinlega eftir mig hafandi horft a framgöngu fréttamannsins í Kastljósi, hver er tilgangurinn?“ – Hún bætir síðan við í umræðum undir færslu sinni: „Það er búið að skila langri skýrslu til embættis Landlæknis málið er nú í þess höndum. Mér finnst athugavert að RUV bíði ekki eftir niðurstöðu embættisins, heldur ráðist að einstökum fyrirmyndarmönnum sem eru upp fyrir haus að gera sitt besta til að þjóna okkur öllum í þessum hræðilega faraldri.“

Einar Þorsteinsson svarar fyrir sig og segir:

„Tilgangurinn er að spyrja út í það hversvegna heilt sjúkrahús varð undirlagt af covid19. Spyrja hvort það sé rétt ályktun af lestri skýrslunnar að engin mistök hafi verið gerð í viðbúnaði stjórnenda. Má ekki spyrja þeirra spurninga?“

Heiða B Heiðars, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stundarinnar, kemur Einari til varnar og segir:

„Ég bara trúi því varla að ég sé mætt AFTUR til að verja Einar Þorsteinsson. Ég botna satt að segja ekkert í ykkur sem eruð brjáluð. Viljið þið ekki að fréttamenn spyrji stjórnendur erfiðu spurningana? Fólk hefur dáið! Það kallar á að kerfið og stjórnendur þess séu kallaðir upp á dekk og látnir sitja fyrir svörum. Einar var kurteis en ákveðinn. Akkúrat eins og ég hélt að fólk væri að kalla eftir í fari fréttamanna í svona umræðuþáttum.“

Kastljósþáttinn má sjá hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið