fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Fundu 100 líkkistur í egypsku grafstæði – Rúmlega 2.500 ára gamlar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 06:53

Hluti af kistunum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egypsk yfirvöld tilkynntu um helgina að tæplega 100 líkkistur, um 2.500 ára gamlar, hefðu fundist í grafstæði í suðurhluta Kaíró. Múmíur eru í sumum þeirra og um 40 gullstyttur. Kisturnar eru úr steini og fagurlega skreyttar. Þær voru grafnar fyrir rúmlega 2.500 árum í Pharanoic grafstæðinu.

Kisturnar eru nú til sýnis í Saqqara. Fornleifafræðingar fundu vel varðveitta múmíu, vafða í klæði, í einni kistunni þegar þeir tóku röntgenmyndir af henni til að rannsaka hversu vel múmían hefði varðveist. Sky News skýrir frá þessu. Khaled el-Anany, ferðamála- og fornminjaráðherra, sagði að kisturnar verði fluttar á að minnsta kosti þrjú söfn í Kaíró, þar á meðal Grand Egyptian Museum sem verið er að byggja nærri pýramídunum í Giza. Hann sagði  einnig að síðar á árinu verði skýrt frá öðrum merkum fornleifafundi í Saqqara en þar hafa margar fornminjar fundist að undanförnu. Frá í september hafa sérfræðingar fundið um 140 steinkistur á svæðinu og eru múmíur í flestum þeirra.

Frá fréttamannafundi þar sem tilynnt var um þessa merku uppgötvun. Mynd:EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans